Upp úr skotgröfunum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 3. október 2018 07:00 Umræður um laxeldi á Íslandi hafa náð hápunkti sínum síðustu vikur. Það er eins og maður hafi verið að fylgjast með dramatískum framhaldsþætti frá unglingaskóla í Bandaríkjunum. Hver þáttur hefur einkennst af upphrópunum, og atburðarásin snýst alltaf um það sama, en maður horfir samt. Laxeldi er atvinnugrein sem hefur verið stunduð víða um heim í mörg ár. Í nágrannalöndum okkar Noregi og Færeyjum hefur hún náð að þróast í að vera umhverfisvæn matvælaframleiðsla þar sem miklar kröfur eru gerðar.Ný atvinnugrein Árið 2004 var merk ákvörðun tekin af stjórnvöldum þar sem ákveðið var hvar óhætt væri fyrir umhverfið að stunda fiskeldi. Byrjað var á að loka stærstum hluta strandlengjunnar þannig að eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, Vestfjörðum og í Eyjafirði. Það var gert til að vernda þær ár þar sem stundaðar eru veiðar á villtum laxastofni landsins. Einnig til að passa upp á hagsmuni veiðiréttarhafa en fyrst og fremst til þess að vernda viðkvæman laxastofn sem hér lifir. Síðan þá hafa stjórnvöld innleitt strangari reglur í takt við það sem tíðkast erlendis. Enn má gera betur og herða umhverfiskröfur og efla eftirlit, eitthvað sem sum fiskeldisfyrirtæki hafa kallað eftir sjálf. Það er því grátlegt að þegar vilji bæði stjórnvalda og fyrirtækjanna sem stunda þessa framleiðslu er að halda allar ströngustu reglur, skuli uppbyggingin ganga svo brösuglega. Efnahagslegur ábati fyrir þjóðina er svo gríðarlegur, talinn í tugum milljarða þegar þessi framleiðsla verður komin á fullan skrið. Vestfirðingar hafa löngum verið duglegir við að bjarga sér. Sem betur fer var kerfið ekki komið til sögunnar þegar þeir ýttu úr vör og sóttu björg í bú. Nú ætlar kerfið og hin óskiljanlega umræða að setja strik í reikninginn.Raunveruleikaþáttur Það er okkur nauðsynlegt að skipta um í gír í umræðunni úr dramatíkinni í raunveruleikaþátt. Þegar um jafnstóra atvinnugrein er að ræða verðum við að leyfa henni að njóta sannmælis. Umræðan þarf að komast upp úr skotgröfunum og í eðlilegan farveg. Stjórnvöld eiga að tryggja umgjörð sem byggir á ströngum umhverfisreglum og heilbrigðisstuðlum og tryggja að þegar fyrirtæki hafa uppfyllt allar kröfur stjórnvalda, haldi þau leyfi sem gefin eru út. Með ströngu en skilvirku lagaumhverfi getum við skapað framtíðaratvinnugrein grundvöll öllum til ábata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Umræður um laxeldi á Íslandi hafa náð hápunkti sínum síðustu vikur. Það er eins og maður hafi verið að fylgjast með dramatískum framhaldsþætti frá unglingaskóla í Bandaríkjunum. Hver þáttur hefur einkennst af upphrópunum, og atburðarásin snýst alltaf um það sama, en maður horfir samt. Laxeldi er atvinnugrein sem hefur verið stunduð víða um heim í mörg ár. Í nágrannalöndum okkar Noregi og Færeyjum hefur hún náð að þróast í að vera umhverfisvæn matvælaframleiðsla þar sem miklar kröfur eru gerðar.Ný atvinnugrein Árið 2004 var merk ákvörðun tekin af stjórnvöldum þar sem ákveðið var hvar óhætt væri fyrir umhverfið að stunda fiskeldi. Byrjað var á að loka stærstum hluta strandlengjunnar þannig að eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, Vestfjörðum og í Eyjafirði. Það var gert til að vernda þær ár þar sem stundaðar eru veiðar á villtum laxastofni landsins. Einnig til að passa upp á hagsmuni veiðiréttarhafa en fyrst og fremst til þess að vernda viðkvæman laxastofn sem hér lifir. Síðan þá hafa stjórnvöld innleitt strangari reglur í takt við það sem tíðkast erlendis. Enn má gera betur og herða umhverfiskröfur og efla eftirlit, eitthvað sem sum fiskeldisfyrirtæki hafa kallað eftir sjálf. Það er því grátlegt að þegar vilji bæði stjórnvalda og fyrirtækjanna sem stunda þessa framleiðslu er að halda allar ströngustu reglur, skuli uppbyggingin ganga svo brösuglega. Efnahagslegur ábati fyrir þjóðina er svo gríðarlegur, talinn í tugum milljarða þegar þessi framleiðsla verður komin á fullan skrið. Vestfirðingar hafa löngum verið duglegir við að bjarga sér. Sem betur fer var kerfið ekki komið til sögunnar þegar þeir ýttu úr vör og sóttu björg í bú. Nú ætlar kerfið og hin óskiljanlega umræða að setja strik í reikninginn.Raunveruleikaþáttur Það er okkur nauðsynlegt að skipta um í gír í umræðunni úr dramatíkinni í raunveruleikaþátt. Þegar um jafnstóra atvinnugrein er að ræða verðum við að leyfa henni að njóta sannmælis. Umræðan þarf að komast upp úr skotgröfunum og í eðlilegan farveg. Stjórnvöld eiga að tryggja umgjörð sem byggir á ströngum umhverfisreglum og heilbrigðisstuðlum og tryggja að þegar fyrirtæki hafa uppfyllt allar kröfur stjórnvalda, haldi þau leyfi sem gefin eru út. Með ströngu en skilvirku lagaumhverfi getum við skapað framtíðaratvinnugrein grundvöll öllum til ábata.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar