Á meðan Conor æfir í glæsilegri aðstöðu UFC í borginni þá hefur Khabib komið sér fyrir í notalegum jiu jitsu-sal þar sem hann æfir með sínu fólki.
Conor hefur haft þann sið að leigja sér villu í Vegas og lið Khabib gerir slíkt hið sama. Í þættinum má meðal annars sjá hinn umdeilda umboðsmann Khabib, Ali Abdelaziz, grilla ofan í hópinn.
Conor er mikið að vinna í þrekinu og segist elska að vera á hlaupabrettinu og hugsa um bardagann.