Ekki eru einungis Mósambíkar ákærðir í málinu en í hópi þeirra eru einnig Tansaníumenn, Kóngómenn, Sómalir og Búrúndar.
Réttarhöldin fara fram í héraðshöfuðborginni Pemba og eru rúmlega fjörutíu hinna ákærðu konur.
Vilja samfélag byggt á sjaría-lögum
Síðustu tólf mánuði hafa rúmlega fimmtíu manns verið skotnir, orðið fyrir sprengjuárás eða höggnir af íslömskum öfgamönnum sem vilja koma á samfélagi í héraðinu sem byggir á sjaría-lögum.
Fólkið er ákært fyrir röð brota, meðal annars morð, ólöglegan vopnaburð og brot gegn þjóðaröryggi.
Alls voru tólf manns myrtir og fjórtán særðust í árás í Cabo Delgado fyrir tveimur vikum.
Lögum í Mósambík var breytt í apríl síðastliðinn þannig að refsiramminn þegar kemur að brotum gegn hryðjuverkalögum var rýmkaður.