Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 20:00 Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Innlent Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Innlent Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira