Héldum bara áfram að prjóna og taka slátur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 13:00 Mæðginin Guðrún og Sigurjón Geir Eiðsson. Fréttablaðið/Ernir Mæðginin Sigurjón Geir Eiðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir hitta blaðamann í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Sigurjón Geir stundar þar nám en fjölskyldan býr á Glitstöðum sem eru skammt frá í firðinum rétt við Grábrók. Fyrir tíu árum voru foreldrar hans á heimleið af fæðingardeildinni með hann. Þau kveiktu á útvarpinu og hlustuðu á Geir Haarde biðja guð um að blessa Ísland á ferð undir Hafnarfjalli. „Við áttum hann 2. október. Ég fékk að liggja á fæðingardeildinni í fjóra daga og þá var að hefjast fréttaumfjöllun sem tengdist hruninu. Ég hef aldrei haft eins gott næði til að horfa á fréttir. Ég var ein á stofu og það var eiginlega svolítið ógnvænlegt. En svo vorum við að keyra heim 6. október og vorum stödd undir Hafnarfjalli þegar Geir flutti þetta lamandi ávarp sitt sem allir muna eftir hvar þeir voru þegar það var flutt,“ segir Guðrún. „Maður var að koma með nýjan einstakling inn í þessar aðstæður,“ segir Guðrún og segir að þau hjón hafi að sjálfsögðu fundið til meiri ábyrgðar en vanalega. „En við vissum reyndar að það þyrfti mikið til að líf okkar myndi raskast mikið, en auðvitað hafði þetta áhrif. En svona kreppa kemur misjafnlega mikið niður á fólki, hún kom ekki eins við sveitirnar eins og aðra. Þenslan var ekki jafn mikil hjá okkur. Þetta brjálæði sem var búið að vera skilaði sér ekki endilega í launaumslögin hjá okkur. Við héldum bara áfram að prjóna og taka slátur, tala saman. Okkur varð ekki haggað. Við gerðum allt eins og áður og gerum enn,“ segir Guðrún. „Mér fannst við vera á réttri leið í samfélaginu eftir hrun. En því miður þá finnst mér bullið aftur orðið ískyggilega mikið. Nú er aftur mikil neysla þó að það sé ekki mikil skuldasöfnun eins og var áður. En neyslan og þenslan, hún er ekki hér í sveitinni. Það sem maður óttast mest eru afleiðingar þess að boginn verði aftur of hátt spenntur. Sumir fara alltaf fram úr sér og svo þarf alltaf að borga brúsann og það deilist á okkur öll,“ segir hún. Sigurjón segist vita í grófum dráttum um hvað hrunið snerist. „Fyrst og fremst fóru bankarnir á hausinn. En síðan veit ég ekkert meira um það,“ segir hann. Um peninga og góðæri segir hann: „Það er misjafnt hvort það er gott að eiga mikið af þeim eða lítið. Það fer eftir ýmsu,“ segir hann. Hann er ekki harðákveðinn í því hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Guðrún móðir hans segir að fyrir stuttu hafi hann ætlað sér að verða fuglafræðingur. Á hann sér þá uppáhaldsfugl? „Já, það er glókollur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tíu ár frá hruni Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Mæðginin Sigurjón Geir Eiðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir hitta blaðamann í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Sigurjón Geir stundar þar nám en fjölskyldan býr á Glitstöðum sem eru skammt frá í firðinum rétt við Grábrók. Fyrir tíu árum voru foreldrar hans á heimleið af fæðingardeildinni með hann. Þau kveiktu á útvarpinu og hlustuðu á Geir Haarde biðja guð um að blessa Ísland á ferð undir Hafnarfjalli. „Við áttum hann 2. október. Ég fékk að liggja á fæðingardeildinni í fjóra daga og þá var að hefjast fréttaumfjöllun sem tengdist hruninu. Ég hef aldrei haft eins gott næði til að horfa á fréttir. Ég var ein á stofu og það var eiginlega svolítið ógnvænlegt. En svo vorum við að keyra heim 6. október og vorum stödd undir Hafnarfjalli þegar Geir flutti þetta lamandi ávarp sitt sem allir muna eftir hvar þeir voru þegar það var flutt,“ segir Guðrún. „Maður var að koma með nýjan einstakling inn í þessar aðstæður,“ segir Guðrún og segir að þau hjón hafi að sjálfsögðu fundið til meiri ábyrgðar en vanalega. „En við vissum reyndar að það þyrfti mikið til að líf okkar myndi raskast mikið, en auðvitað hafði þetta áhrif. En svona kreppa kemur misjafnlega mikið niður á fólki, hún kom ekki eins við sveitirnar eins og aðra. Þenslan var ekki jafn mikil hjá okkur. Þetta brjálæði sem var búið að vera skilaði sér ekki endilega í launaumslögin hjá okkur. Við héldum bara áfram að prjóna og taka slátur, tala saman. Okkur varð ekki haggað. Við gerðum allt eins og áður og gerum enn,“ segir Guðrún. „Mér fannst við vera á réttri leið í samfélaginu eftir hrun. En því miður þá finnst mér bullið aftur orðið ískyggilega mikið. Nú er aftur mikil neysla þó að það sé ekki mikil skuldasöfnun eins og var áður. En neyslan og þenslan, hún er ekki hér í sveitinni. Það sem maður óttast mest eru afleiðingar þess að boginn verði aftur of hátt spenntur. Sumir fara alltaf fram úr sér og svo þarf alltaf að borga brúsann og það deilist á okkur öll,“ segir hún. Sigurjón segist vita í grófum dráttum um hvað hrunið snerist. „Fyrst og fremst fóru bankarnir á hausinn. En síðan veit ég ekkert meira um það,“ segir hann. Um peninga og góðæri segir hann: „Það er misjafnt hvort það er gott að eiga mikið af þeim eða lítið. Það fer eftir ýmsu,“ segir hann. Hann er ekki harðákveðinn í því hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Guðrún móðir hans segir að fyrir stuttu hafi hann ætlað sér að verða fuglafræðingur. Á hann sér þá uppáhaldsfugl? „Já, það er glókollur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tíu ár frá hruni Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira