Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2018 20:00 Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira