Enn segja breskir fjölmiðlar falsfréttir sem tengjast Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 14:00 Fylgst er grannt með Benny. Vísir/AP Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar. Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar.
Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45