Segir mikilvægt að komast að því hvort hakkararnir náðu í umrædd gögn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 19:45 Brotist var inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook og gætu þeir sem að verkinu stóðu komist yfir persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum fólks. Tæknistjóri segir að um alvarlegt brot sé að ræða og sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta persónuupplýsingar notenda.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisSkjáskot úr fréttSamkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. En um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir í 14 ára sögu fyrirtækisins. „Facebook lendir í því að einhverjir hakkarar hafa fundið villu í þeirra vefkerfi sem þeir gátu misnotað til að stela eins konar starfrænum lykli fyrir 50 milljónir af þeirra notendum. Með þessum lykli geta þeir náð í persónugreinanleg gögn, samskipti og annað hjá þeim sem lentu í þessu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis. Facebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem brotið var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni en óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Theodór segir brot sem þessi mjög alvarleg en þá sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta samskipti og persónuupplýsingar fólks, meðal annars í kosningum.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.AP/Marcio Jose Sanchez„Ég held að þetta sé ótrúlega alvarlegt. Enda er eins gott að þeir taki þessu mjög alvarlega og komist til botns í því hvort einhver náði í þessi gögn eða ekki. En jú þetta eru samskiptin okkar, þegar við sendum skilaboð og margt annað sem er þarna inni. Þannig þetta er ekkert grín þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Theodór Ragnar. Theodór segir mikilvægt að meðhöndla upplýsingar varlega á netinu, enda sé ekkert kerfi öruggt. „Maður þarf að muna að þetta getur gerst. Við getum lent i því að okkar gögn verði tekin. Það er mikilvægt að meðhöndla svona miðla af virðingu. Ég myndi segja að það væri númer eitt tvö og þrjú,“ segir Theodór.Getty/Spencer Platt Facebook Tengdar fréttir Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Brotist var inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook og gætu þeir sem að verkinu stóðu komist yfir persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum fólks. Tæknistjóri segir að um alvarlegt brot sé að ræða og sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta persónuupplýsingar notenda.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisSkjáskot úr fréttSamkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. En um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir í 14 ára sögu fyrirtækisins. „Facebook lendir í því að einhverjir hakkarar hafa fundið villu í þeirra vefkerfi sem þeir gátu misnotað til að stela eins konar starfrænum lykli fyrir 50 milljónir af þeirra notendum. Með þessum lykli geta þeir náð í persónugreinanleg gögn, samskipti og annað hjá þeim sem lentu í þessu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis. Facebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem brotið var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni en óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Theodór segir brot sem þessi mjög alvarleg en þá sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta samskipti og persónuupplýsingar fólks, meðal annars í kosningum.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.AP/Marcio Jose Sanchez„Ég held að þetta sé ótrúlega alvarlegt. Enda er eins gott að þeir taki þessu mjög alvarlega og komist til botns í því hvort einhver náði í þessi gögn eða ekki. En jú þetta eru samskiptin okkar, þegar við sendum skilaboð og margt annað sem er þarna inni. Þannig þetta er ekkert grín þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Theodór Ragnar. Theodór segir mikilvægt að meðhöndla upplýsingar varlega á netinu, enda sé ekkert kerfi öruggt. „Maður þarf að muna að þetta getur gerst. Við getum lent i því að okkar gögn verði tekin. Það er mikilvægt að meðhöndla svona miðla af virðingu. Ég myndi segja að það væri númer eitt tvö og þrjú,“ segir Theodór.Getty/Spencer Platt
Facebook Tengdar fréttir Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira