Farið verði í markvisst forvarnarstarf gegn fíkniefnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2018 21:00 Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við. Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við.
Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira