Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 12:23 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/ÞÞ „Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
„Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44