Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 16:47 Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun. fbl/anton brink Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira