Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 16:47 Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun. fbl/anton brink Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira