Hver kenndi þér að segja þetta? Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifar 20. september 2018 17:13 Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. Það er ekkert smámál, raunar meira en mig hafði grunað, fyrir unga konu að hefja starf innan stjórnmálahreyfingar. Og þá á ég ekki við vegferðina innan hreyfingarinnar, hún hefur verið stórskemmtileg og þar hefur mér verið tekið opnum örmum, á mig hlustað og skoðanir mínar og reynsla virtar. Ég er að tala um viðbrögð annars fólks, oft fólks sem ég þekki lítið. Kunningar í raunheimum og á Facebook hafa á þessu mikla skoðun. ,,Það er aldeilis að þú ert vel þjálfuð af flokknum,” ,,hún er aldeilis sterk flokkshollustan, og þú bara nýbyrjuð” og uppáhaldið mitt ,,hver kenndi þér að segja þetta?” Þessar setningar og fleiri svipaðar hef ég fengið að heyra ef ég tjái mig um stjórnmál, persónur og atvik úr samfélaginu eða bara hvað sem er. Afhverju gerir fólk ráð fyrir að ég hafi ekki myndað mér mínar skoðanir sjálf? Er það af því ég er ung? Af því ég er ung kona? Er það nema von að ungt fólk sækist ekki eftir því að starfa í pólitík þegar þetta er það sem þau fá að heyra. Hættum þessu. Það kenndi mér enginn að segja neitt. Og með því hvet ég allt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélaginu í kringum sig að kynna sér starf ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.Hreindís Ylva Garðarsdóttir HolmFormaður Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. Það er ekkert smámál, raunar meira en mig hafði grunað, fyrir unga konu að hefja starf innan stjórnmálahreyfingar. Og þá á ég ekki við vegferðina innan hreyfingarinnar, hún hefur verið stórskemmtileg og þar hefur mér verið tekið opnum örmum, á mig hlustað og skoðanir mínar og reynsla virtar. Ég er að tala um viðbrögð annars fólks, oft fólks sem ég þekki lítið. Kunningar í raunheimum og á Facebook hafa á þessu mikla skoðun. ,,Það er aldeilis að þú ert vel þjálfuð af flokknum,” ,,hún er aldeilis sterk flokkshollustan, og þú bara nýbyrjuð” og uppáhaldið mitt ,,hver kenndi þér að segja þetta?” Þessar setningar og fleiri svipaðar hef ég fengið að heyra ef ég tjái mig um stjórnmál, persónur og atvik úr samfélaginu eða bara hvað sem er. Afhverju gerir fólk ráð fyrir að ég hafi ekki myndað mér mínar skoðanir sjálf? Er það af því ég er ung? Af því ég er ung kona? Er það nema von að ungt fólk sækist ekki eftir því að starfa í pólitík þegar þetta er það sem þau fá að heyra. Hættum þessu. Það kenndi mér enginn að segja neitt. Og með því hvet ég allt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélaginu í kringum sig að kynna sér starf ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.Hreindís Ylva Garðarsdóttir HolmFormaður Ungra vinstri grænna
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun