Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira