Tollaveislan mikla Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. september 2018 07:00 Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun