Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. september 2018 08:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. fréttablaðið/anton brink Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37
Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18