Dæmdur fyrir hótanir: „Stúta þessum læknabeljum“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2018 11:31 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum. Dómsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum.
Dómsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira