Konu í Sviss stefnt fyrir meiðyrði vegna Hlíðamálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 11:37 Konunni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ummælanna sem hún birti á samfélagsmiðlum. vísir/hanna Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði. Mennirnir krefjast þess að ummæli sem konan birti á Twitter og Facebook í nóvember 2015 verði dæmd dauð og ómerk. Þeir krefja konuna einnig um 2 milljónir hvor í skaðabætur. Stefna á hendur konunni birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. RÚV greindi fyrst frá.Varaði við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara Ummælin sem konunni er stefnt fyrir eru öll á ensku og voru birt þann 9. nóvember 2015. Fyrstu ummælin birti konan á Twitter þar sem hún varaði fólk við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara („serial rapists“). Með færslunni fylgdi mynd með upplýsingum um nöfn stefnenda og Facebook svæði þeirra, að því er segir í stefnu. Þá kemur einnig fram að sama dag hafi hún skrifað og birt svipaða færslu á Facebook, en auk þess að vara við stefnendum þá bætti hún því við að þeir væru raðnauðgarar, sem dópuðu konur og nauðguðu þeim svo í íbúð sérstaklega útbúinni til nauðgana. Þá kallaði hún stefnendur skrímsli („monsters“). Með henni fylgdu hlekkir á fréttir um meint kynferðisbrot stefnenda auk upplýsinga um nöfn þeirra og Facebook svæði. Þá hafi færslan verið opin og á ensku til þess að hún næði til sem flestra. Þá birti konan tvær færslur á Facebook til viðbótar en þar sagðist hún m.a. vera búin að vara tvo vini sína við mönnunum, sem hefðu fjarlægt þá af vinalista sínum á Facebook. Í stefnu mannanna í Lögbirtingablaðinu kemur fram að konunni hafi verið boðið að ljúka málinu utan réttar með kröfubréfi dagsettu 27. apríl 2016. Hún hafi kosið að svara því bréfi ekki og þannig sé stefnendum nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál „til þess að verja æru sína og friðhelgi einkalífs”.Segjast hafa óttast um líf sitt vegna múgæsings Forsögu Hlíðamálsins má rekja til þess að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Í stefnunni í dag segir jafnramt að mennirnir hafi óttast um líf sitt vegna múgæsingsins sem umfjöllun um málið hafi skapað og hrökklast úr landi. Ljóst sé að virðing, æra og persóna þeirra hafi beðið hnekki vegna ummæla konunnar. Stundin greindi frá því í síðustu viku að fjórum einstaklingum hefði verið stefnt vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við Hlíðamálið og að þar á meðal væri einn búsettur erlendis. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður mannanna vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Stundina. Ekki náðist í Vilhjálm við vinnslu fréttarinnar í dag. Dómsmál Hlíðamálið Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18 Dómsorð í Hlíðamálinu Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Vísi er gert að birta forsendur og dómsorð dómsins. 6. júlí 2018 12:00 Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði. Mennirnir krefjast þess að ummæli sem konan birti á Twitter og Facebook í nóvember 2015 verði dæmd dauð og ómerk. Þeir krefja konuna einnig um 2 milljónir hvor í skaðabætur. Stefna á hendur konunni birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. RÚV greindi fyrst frá.Varaði við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara Ummælin sem konunni er stefnt fyrir eru öll á ensku og voru birt þann 9. nóvember 2015. Fyrstu ummælin birti konan á Twitter þar sem hún varaði fólk við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara („serial rapists“). Með færslunni fylgdi mynd með upplýsingum um nöfn stefnenda og Facebook svæði þeirra, að því er segir í stefnu. Þá kemur einnig fram að sama dag hafi hún skrifað og birt svipaða færslu á Facebook, en auk þess að vara við stefnendum þá bætti hún því við að þeir væru raðnauðgarar, sem dópuðu konur og nauðguðu þeim svo í íbúð sérstaklega útbúinni til nauðgana. Þá kallaði hún stefnendur skrímsli („monsters“). Með henni fylgdu hlekkir á fréttir um meint kynferðisbrot stefnenda auk upplýsinga um nöfn þeirra og Facebook svæði. Þá hafi færslan verið opin og á ensku til þess að hún næði til sem flestra. Þá birti konan tvær færslur á Facebook til viðbótar en þar sagðist hún m.a. vera búin að vara tvo vini sína við mönnunum, sem hefðu fjarlægt þá af vinalista sínum á Facebook. Í stefnu mannanna í Lögbirtingablaðinu kemur fram að konunni hafi verið boðið að ljúka málinu utan réttar með kröfubréfi dagsettu 27. apríl 2016. Hún hafi kosið að svara því bréfi ekki og þannig sé stefnendum nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál „til þess að verja æru sína og friðhelgi einkalífs”.Segjast hafa óttast um líf sitt vegna múgæsings Forsögu Hlíðamálsins má rekja til þess að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Í stefnunni í dag segir jafnramt að mennirnir hafi óttast um líf sitt vegna múgæsingsins sem umfjöllun um málið hafi skapað og hrökklast úr landi. Ljóst sé að virðing, æra og persóna þeirra hafi beðið hnekki vegna ummæla konunnar. Stundin greindi frá því í síðustu viku að fjórum einstaklingum hefði verið stefnt vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við Hlíðamálið og að þar á meðal væri einn búsettur erlendis. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður mannanna vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Stundina. Ekki náðist í Vilhjálm við vinnslu fréttarinnar í dag.
Dómsmál Hlíðamálið Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18 Dómsorð í Hlíðamálinu Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Vísi er gert að birta forsendur og dómsorð dómsins. 6. júlí 2018 12:00 Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18
Dómsorð í Hlíðamálinu Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Vísi er gert að birta forsendur og dómsorð dómsins. 6. júlí 2018 12:00
Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“