Stöndum vörð um mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. september 2018 07:00 Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar. Í skýrslu sem nú liggur fyrir ráðinu um ofsóknir stjórnvalda í Mjanmar gegn Róhingjum eru þannig færð rök fyrir því að þar hafi þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni verið framin. Í annarri skýrslu er hernaður stríðandi fylkinga í Jemen talinn jaðra við stríðsglæpi. Einkum eru mannskæðar loftárásir hernaðarbandalags Sádi-Araba gagnrýndar en þær hafa bitnað sérstaklega hart á almennum borgurum. Fundarlotan sem hefst í mannréttindaráðinu í Genf í dag er sú fyrsta sem fulltrúar okkar sækja síðan Ísland var kjörið til setu í ráðinu í sumar. Við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt en gerum okkur grein fyrir því að nú hefst verkefnið fyrir alvöru. Það er krefjandi og við viljum leysa það vel af hendi. Því legg ég áherslu á samráð innan stjórnarráðsins, viðeigandi stofnana og við Alþingi. Þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum erum við öll í sama liði. Auk málefna Róhingja og Jemen má vænta þess að ástandið í Sýrlandi, Líbíu, Sómalíu og fleiri ríkjum beri hátt í þessari fundarlotu, sem stendur í þrjár vikur. Þá má gera ráð fyrir umræðu um réttindi frumbyggja sem og réttindi aldraðra, um þvinguð mannshvörf, mansal og réttinn til þróunar, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar. Í skýrslu sem nú liggur fyrir ráðinu um ofsóknir stjórnvalda í Mjanmar gegn Róhingjum eru þannig færð rök fyrir því að þar hafi þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni verið framin. Í annarri skýrslu er hernaður stríðandi fylkinga í Jemen talinn jaðra við stríðsglæpi. Einkum eru mannskæðar loftárásir hernaðarbandalags Sádi-Araba gagnrýndar en þær hafa bitnað sérstaklega hart á almennum borgurum. Fundarlotan sem hefst í mannréttindaráðinu í Genf í dag er sú fyrsta sem fulltrúar okkar sækja síðan Ísland var kjörið til setu í ráðinu í sumar. Við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt en gerum okkur grein fyrir því að nú hefst verkefnið fyrir alvöru. Það er krefjandi og við viljum leysa það vel af hendi. Því legg ég áherslu á samráð innan stjórnarráðsins, viðeigandi stofnana og við Alþingi. Þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum erum við öll í sama liði. Auk málefna Róhingja og Jemen má vænta þess að ástandið í Sýrlandi, Líbíu, Sómalíu og fleiri ríkjum beri hátt í þessari fundarlotu, sem stendur í þrjár vikur. Þá má gera ráð fyrir umræðu um réttindi frumbyggja sem og réttindi aldraðra, um þvinguð mannshvörf, mansal og réttinn til þróunar, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar