Dómsmál í vegi uppbyggingar hjúkrunarrýma í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 06:30 Miklar tafir hafa orðið á uppbyggingu rúmlega sextíu hjúkrunarrýma við Boðaþing í Kópavogi. Vísir/Pjetur Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira