Hróp gerð að ráðherrum við þingsetningu Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2018 20:00 Við þingsetninguna í dag. Vísir/Vilhelm Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag. Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00
Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28