Að stýra ferðaþjónustulandi Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. september 2018 07:00 Við upphaf þings að hausti gefst gott færi á að horfa yfir stöðu efnahagsmála í heild. Við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019, sem fjármálaráðherra kynnti í gærmorgun, leynir sér ekki að staða ríkissjóðs hefur farið batnandi ár frá ári. Svo rammt kveður að því að sérstaklega er tiltekið í fréttatilkynningu ráðuneytisins að staða efnahagsmála sé góð. Á sama tíma og fjármálaráðherra kynnti fjárlög í gær talaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi hjá SAF, sem sjónvarpað var beint á vefnum. Meðal þess sem kom fram hjá Gylfa var sú staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni hefur vöru- og þjónustujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart öðrum ríkjum nú verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur náð áður óþekktum hæðum. Gylfi orðaði það þannig að í raun væri komið upp þýskt ástand á Íslandi, nokkuð sem aldrei hefði sést áður. Virði ferðaþjónustunnar gríðarlegt Ástæðan fyrir þessum viðvarandi þjóðhagslega sparnaði, því að Ísland líkist frekar Þýskalandi en Grikklandi þegar að þessum efnahagstölum kemur, er fyrst og fremst vöxtur ferðaþjónustunnar sem burðaratvinnugreinar í landinu. Áratugum saman var ein af möntrunum í íslensku efnahagslífi að það þyrfti meiri fjölbreytni í grunnatvinnuvegi landsins. Fleiri leiðir til að búa til gjaldeyri. Sá draumur virtist stundum fjarlægur, en ekki lengur. Auðvitað er vöxtur ferðaþjónustunnar afsprengi margra samtvinnaðra þátta, en niðurstaðan er sú að orðin er til ný grundvallaratvinnugrein á Íslandi sem dælir meiri gjaldeyri inn í þjóðarbúið en sjávarútvegur og álframleiðsla samanlagt. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var. Grundvallarbreyting sem drífur áfram margs konar jákvæðar breytingar á efnahagslífi landsins. Ýmis einföld dæmi má setja fram til að sýna fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið með beinum tölum. Eitt slíkt dæmi er sú staðreynd að beinar nettótekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu árið 2017 námu um 60 milljörðum króna – sem jafngildir um það bil því að ferðaþjónustan hafi lagt til öll fjárframlög ríkisins til Landspítalans það ár. En hvort sem litið er á beinar tölulegar staðreyndir eða efnahagsþróun er morgunljóst að virði ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þjóðina í heild er orðið gríðarlegt. Ekki þarf að líta lengra en til fjárlagafrumvarpsins sem kynnt var í gærmorgun til að lesa það svart á hvítu. Engum sem fylgist með fréttum dylst að undanfarna mánuði hefur hægt verulega á vexti ferðaþjónustunnar. Fjölmargar fréttir hafa t.d. verið fluttar af minnkandi fjöldatölum. En hausatalning segir ekki alla söguna. Kostnaðarhækkanir, m.a. vegna gengis- og launaþróunar, hafa stórlækkað framleiðni fyrirtækjanna, auk þess sem samsetning ferðamannahópsins og ferðahegðun er að breytast. Mikill samdráttur hefur orðið á kjarnamörkuðum Íslands í Mið-Evrópu og það er áminning fyrir stjórnvöld um að ferðaþjónustan er næm fyrir breytingum. Hún er atvinnugrein sem er viðkvæm fyrir áföllum. Jafnvel áform um virðisaukaskattshækkun, sem mörgum þóttu einföld, ollu mikilli óvissu um verð vorið 2017 – einmitt þegar ferðamenn voru að velta fyrir sér kaupum á sumarfríi til Íslands, eða eitthvað annað, sumarið 2018. Niðurstaðan sést í fjöldatölum sumarsins. Og þegar slíkir „smámunir“ hafa bein áhrif í harðri alþjóðlegri samkeppni getur hver ímyndað sér hvaða áhrif stærri áföll geta haft á greinina og víðtæka virðiskeðju hennar. Áræðni til að tryggja lífskjör Engum getur dulist að gildi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulíf og efnahag Íslands er slíkt að til að verja eða bæta lífskjör landsmanna verða stjórnmálamenn að vera tilbúnir að taka áræðnar og jafnvel óhefðbundnar ákvarðanir til að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú rýna í stöðu efnahagsmála við upphaf þings, verða að hafa það í huga við áætlanagerð, bæði gagnvart fyrirsjáanlegri framtíð og ekki síður gagnvart hinu óvænta, að þeir stýra landi sem er farið að byggja lífsgæði íbúanna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferðaþjónustulandinu Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við upphaf þings að hausti gefst gott færi á að horfa yfir stöðu efnahagsmála í heild. Við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019, sem fjármálaráðherra kynnti í gærmorgun, leynir sér ekki að staða ríkissjóðs hefur farið batnandi ár frá ári. Svo rammt kveður að því að sérstaklega er tiltekið í fréttatilkynningu ráðuneytisins að staða efnahagsmála sé góð. Á sama tíma og fjármálaráðherra kynnti fjárlög í gær talaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi hjá SAF, sem sjónvarpað var beint á vefnum. Meðal þess sem kom fram hjá Gylfa var sú staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni hefur vöru- og þjónustujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart öðrum ríkjum nú verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur náð áður óþekktum hæðum. Gylfi orðaði það þannig að í raun væri komið upp þýskt ástand á Íslandi, nokkuð sem aldrei hefði sést áður. Virði ferðaþjónustunnar gríðarlegt Ástæðan fyrir þessum viðvarandi þjóðhagslega sparnaði, því að Ísland líkist frekar Þýskalandi en Grikklandi þegar að þessum efnahagstölum kemur, er fyrst og fremst vöxtur ferðaþjónustunnar sem burðaratvinnugreinar í landinu. Áratugum saman var ein af möntrunum í íslensku efnahagslífi að það þyrfti meiri fjölbreytni í grunnatvinnuvegi landsins. Fleiri leiðir til að búa til gjaldeyri. Sá draumur virtist stundum fjarlægur, en ekki lengur. Auðvitað er vöxtur ferðaþjónustunnar afsprengi margra samtvinnaðra þátta, en niðurstaðan er sú að orðin er til ný grundvallaratvinnugrein á Íslandi sem dælir meiri gjaldeyri inn í þjóðarbúið en sjávarútvegur og álframleiðsla samanlagt. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var. Grundvallarbreyting sem drífur áfram margs konar jákvæðar breytingar á efnahagslífi landsins. Ýmis einföld dæmi má setja fram til að sýna fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið með beinum tölum. Eitt slíkt dæmi er sú staðreynd að beinar nettótekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu árið 2017 námu um 60 milljörðum króna – sem jafngildir um það bil því að ferðaþjónustan hafi lagt til öll fjárframlög ríkisins til Landspítalans það ár. En hvort sem litið er á beinar tölulegar staðreyndir eða efnahagsþróun er morgunljóst að virði ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þjóðina í heild er orðið gríðarlegt. Ekki þarf að líta lengra en til fjárlagafrumvarpsins sem kynnt var í gærmorgun til að lesa það svart á hvítu. Engum sem fylgist með fréttum dylst að undanfarna mánuði hefur hægt verulega á vexti ferðaþjónustunnar. Fjölmargar fréttir hafa t.d. verið fluttar af minnkandi fjöldatölum. En hausatalning segir ekki alla söguna. Kostnaðarhækkanir, m.a. vegna gengis- og launaþróunar, hafa stórlækkað framleiðni fyrirtækjanna, auk þess sem samsetning ferðamannahópsins og ferðahegðun er að breytast. Mikill samdráttur hefur orðið á kjarnamörkuðum Íslands í Mið-Evrópu og það er áminning fyrir stjórnvöld um að ferðaþjónustan er næm fyrir breytingum. Hún er atvinnugrein sem er viðkvæm fyrir áföllum. Jafnvel áform um virðisaukaskattshækkun, sem mörgum þóttu einföld, ollu mikilli óvissu um verð vorið 2017 – einmitt þegar ferðamenn voru að velta fyrir sér kaupum á sumarfríi til Íslands, eða eitthvað annað, sumarið 2018. Niðurstaðan sést í fjöldatölum sumarsins. Og þegar slíkir „smámunir“ hafa bein áhrif í harðri alþjóðlegri samkeppni getur hver ímyndað sér hvaða áhrif stærri áföll geta haft á greinina og víðtæka virðiskeðju hennar. Áræðni til að tryggja lífskjör Engum getur dulist að gildi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulíf og efnahag Íslands er slíkt að til að verja eða bæta lífskjör landsmanna verða stjórnmálamenn að vera tilbúnir að taka áræðnar og jafnvel óhefðbundnar ákvarðanir til að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú rýna í stöðu efnahagsmála við upphaf þings, verða að hafa það í huga við áætlanagerð, bæði gagnvart fyrirsjáanlegri framtíð og ekki síður gagnvart hinu óvænta, að þeir stýra landi sem er farið að byggja lífsgæði íbúanna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferðaþjónustulandinu Íslandi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun