Langbest að vinna hjá ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 11:01 Forstjórar ríkisstofnana tjáðu Ásmundi Einari það að laun ríkisstarfsmanna yrðu að miðast við einkageirann. En, tölur Hagstofunnar leiða reyndar í ljós að ríkisstarfsmenn hafa það að jafnaði talsvert betra en þar er, nú í toppi efnahagsuppsveiflu. Samkvæmt opinberum tölum eru þeir langbest settir sem starfa hjá ríkinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, sem segir að ríkið verði að líta í eigin barm, hefur að undanförnu lagst í að reyna að skilja hvernig launauppbyggingu á Íslandi er háttað. „Ég hef meðal annars átt fund með stjórnarformönnum þeirra opinberu fyrirtækja sem hafa verið að hækka laun forstjóranna,“ segir Ásmundur Einar:Í flestum tilfellum eru hækkanir rökstuddar með því að laun forstjóra verði að vera í takt við það sem gerist hjá einkafyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á þinginu í gærkvöldi.Umdeilanlegt má heita að ríkisstarfsmenn miði sig við það sem best gerist á einkamarkaði, sem eðli máls samkvæmt er háðari sveiflum. Við þetta bætist svo það að ríkisstarfsmenn bjuggu til langs tíma við miklu betri lífeyrisréttindi, en því var nýverið breytt, og svo meira starfsöryggi.Ríkisstarfsmenn hafa það best Hver er staðan nú þegar Ísland hefur verið í mikilli efnahagslegri uppsveiflu. Í línuriti sem finna má á Hagstofu Íslands má sjá hvernig dreifing heildarlauna er milli launahópa. Þar kemur fram að laun ríkisstarfsmanna eru best. Líklegt verður að heita að þessi staðreynd verði ekki til að lægja öldur hjá verkalýðshreyfingunni.hagstofanGunnar Smári Egilsson, einn stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur skoðað línuritið sérstaklega og segir þetta rétt, millistéttin er þykkust hjá ríkinu og svo er þar lag af toppum með yfir 1,3 milljónum króna á mánuði. „Í heildina sýnir þetta línurit að 5 prósent hafa það gott, 15 prósent ömurleg, 10 prósent geta kallað sig millistétt með góðri samvisku en 70 prósent eru lokuð inn í íslensku basli sem ekki sér fyrir endann á,“ segir Gunnar Smári sem birtir mynd af línuriti Hagstofunnar á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins.Harðsvíruð láglaunastefna sveitarfélaganna Gunnar Smári dregur reyndar þær upplýsingar fyrst og fremst út úr því að verst hafi þeir sem starfa á sveitarstjórnarstiginu. Að þar megi sjá að láglaunastefna sveitarfélaganna er sérstakt vandamál; „hvorki ríki né almenni markaðurinn rekur (að meðaltali) jafn harðsvíraða láglaunastefnu gegn starfsfólki sínu.Gunnar Smári les það helst út úr línuritinu að á sveitarstjórnarstiginu sér rekin svívirðileg láglaunastefna.Fréttablaðið/Sigtryggur AriSveitarfélögin eru gráa línan, þar eru hlutfallslega flestir á ömurlegum launum og fæstir á skaplegum launum. Og athugið að þetta eru heildarlaun, yfirvinna, aukavaktir og allt sem fólk getur gert til að hífa upp útborguð laun. Heildarlaun eru yfirleitt um 33% hærri en grunnlaun, svo þetta graf væri enn ljótara ef það sýndi hvað fólk fær fyrir átta stunda vinnudag.“Umdeildar forstjórahækkanir á markaði Ásmundur Einar segir hins vegar að í ljósi þess að ríkisstarfsmenn vilji miða sig við frjálsan markað geti verið fróðlegt að skoða hækkanir á einkamarkaði hjá stórum fyrirtækjum og bera saman við lægstu laun. „Sem dæmi má nefna hækkuðu laun þriggja lægst launuðu hópanna um 8–9 prósent milli áranna 2015 og 2016. Í krónum talið eru þetta hækkanir að meðaltali undir 40.000 krónum á mánuði.Ásmundur Einar var harðorður á þinginu í gær og sagði að kaupaukakerfi hjá N1 verði ekki liðið.Sú hækkun er hins vegar 25 sinnum lægri en t.d. hækkun launa forstjóra N1 á milli áranna 2015 og 2016, en þá hækkaði forstjórinn um rúmlega eina milljón króna á mánuði,“ segir Ásmundur Einar.Segir N1 hljóta að draga tillöguna til baka Ráðherra vísar þarna til afar umdeildrar tillögu stjórnar N1, sem Kjarninn sagði af í gær, sem hafa orðið til að ýfa hárin á forkólfum verkalýðshreyfingarinnar, eins og fram kemur á Eyjunni; þar á bæ tala menn um blóðug átök vegna málsins. „Á sama tíma og þetta gerðist var þetta ágæta fyrirtæki í meirihlutaeigu íslensku lífeyrissjóðanna, rúmlega 50%. Nú berast okkur fréttir af því í dag að þetta ágæta fyrirtæki ætli að taka upp kaupaukakerfi á nýjan leik, bónusgreiðslur, sem eigi að fara fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Ég segi við lífeyrissjóðina og aðra sem eiga í þessu fyrirtæki að þessari vitleysu verður að ljúka. Þessa tillögu verður að draga til baka,“ segir ráðherra herskár. Kjaramál Tengdar fréttir Einn af hverjum átta með meira en milljón á mánuði Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 706 þúsund krónur á mánuði í fyrra. 13. september 2018 10:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Samkvæmt opinberum tölum eru þeir langbest settir sem starfa hjá ríkinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, sem segir að ríkið verði að líta í eigin barm, hefur að undanförnu lagst í að reyna að skilja hvernig launauppbyggingu á Íslandi er háttað. „Ég hef meðal annars átt fund með stjórnarformönnum þeirra opinberu fyrirtækja sem hafa verið að hækka laun forstjóranna,“ segir Ásmundur Einar:Í flestum tilfellum eru hækkanir rökstuddar með því að laun forstjóra verði að vera í takt við það sem gerist hjá einkafyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á þinginu í gærkvöldi.Umdeilanlegt má heita að ríkisstarfsmenn miði sig við það sem best gerist á einkamarkaði, sem eðli máls samkvæmt er háðari sveiflum. Við þetta bætist svo það að ríkisstarfsmenn bjuggu til langs tíma við miklu betri lífeyrisréttindi, en því var nýverið breytt, og svo meira starfsöryggi.Ríkisstarfsmenn hafa það best Hver er staðan nú þegar Ísland hefur verið í mikilli efnahagslegri uppsveiflu. Í línuriti sem finna má á Hagstofu Íslands má sjá hvernig dreifing heildarlauna er milli launahópa. Þar kemur fram að laun ríkisstarfsmanna eru best. Líklegt verður að heita að þessi staðreynd verði ekki til að lægja öldur hjá verkalýðshreyfingunni.hagstofanGunnar Smári Egilsson, einn stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur skoðað línuritið sérstaklega og segir þetta rétt, millistéttin er þykkust hjá ríkinu og svo er þar lag af toppum með yfir 1,3 milljónum króna á mánuði. „Í heildina sýnir þetta línurit að 5 prósent hafa það gott, 15 prósent ömurleg, 10 prósent geta kallað sig millistétt með góðri samvisku en 70 prósent eru lokuð inn í íslensku basli sem ekki sér fyrir endann á,“ segir Gunnar Smári sem birtir mynd af línuriti Hagstofunnar á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins.Harðsvíruð láglaunastefna sveitarfélaganna Gunnar Smári dregur reyndar þær upplýsingar fyrst og fremst út úr því að verst hafi þeir sem starfa á sveitarstjórnarstiginu. Að þar megi sjá að láglaunastefna sveitarfélaganna er sérstakt vandamál; „hvorki ríki né almenni markaðurinn rekur (að meðaltali) jafn harðsvíraða láglaunastefnu gegn starfsfólki sínu.Gunnar Smári les það helst út úr línuritinu að á sveitarstjórnarstiginu sér rekin svívirðileg láglaunastefna.Fréttablaðið/Sigtryggur AriSveitarfélögin eru gráa línan, þar eru hlutfallslega flestir á ömurlegum launum og fæstir á skaplegum launum. Og athugið að þetta eru heildarlaun, yfirvinna, aukavaktir og allt sem fólk getur gert til að hífa upp útborguð laun. Heildarlaun eru yfirleitt um 33% hærri en grunnlaun, svo þetta graf væri enn ljótara ef það sýndi hvað fólk fær fyrir átta stunda vinnudag.“Umdeildar forstjórahækkanir á markaði Ásmundur Einar segir hins vegar að í ljósi þess að ríkisstarfsmenn vilji miða sig við frjálsan markað geti verið fróðlegt að skoða hækkanir á einkamarkaði hjá stórum fyrirtækjum og bera saman við lægstu laun. „Sem dæmi má nefna hækkuðu laun þriggja lægst launuðu hópanna um 8–9 prósent milli áranna 2015 og 2016. Í krónum talið eru þetta hækkanir að meðaltali undir 40.000 krónum á mánuði.Ásmundur Einar var harðorður á þinginu í gær og sagði að kaupaukakerfi hjá N1 verði ekki liðið.Sú hækkun er hins vegar 25 sinnum lægri en t.d. hækkun launa forstjóra N1 á milli áranna 2015 og 2016, en þá hækkaði forstjórinn um rúmlega eina milljón króna á mánuði,“ segir Ásmundur Einar.Segir N1 hljóta að draga tillöguna til baka Ráðherra vísar þarna til afar umdeildrar tillögu stjórnar N1, sem Kjarninn sagði af í gær, sem hafa orðið til að ýfa hárin á forkólfum verkalýðshreyfingarinnar, eins og fram kemur á Eyjunni; þar á bæ tala menn um blóðug átök vegna málsins. „Á sama tíma og þetta gerðist var þetta ágæta fyrirtæki í meirihlutaeigu íslensku lífeyrissjóðanna, rúmlega 50%. Nú berast okkur fréttir af því í dag að þetta ágæta fyrirtæki ætli að taka upp kaupaukakerfi á nýjan leik, bónusgreiðslur, sem eigi að fara fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Ég segi við lífeyrissjóðina og aðra sem eiga í þessu fyrirtæki að þessari vitleysu verður að ljúka. Þessa tillögu verður að draga til baka,“ segir ráðherra herskár.
Kjaramál Tengdar fréttir Einn af hverjum átta með meira en milljón á mánuði Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 706 þúsund krónur á mánuði í fyrra. 13. september 2018 10:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Einn af hverjum átta með meira en milljón á mánuði Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 706 þúsund krónur á mánuði í fyrra. 13. september 2018 10:18