50 milljónir í neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2018 20:00 Stefnt er að opnun neyslurýmis og aðgengi að nálaskiptabúnaði fyrir fíkniefnaneytendur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019. Verkefnisstýra hjá Rauða krossinum fagnar stuðningi við skaðaminnkandi verkefni. Um 50 milljónir króna eru merktar í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót neyslurými í Reykjavík, þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Rauði krossinn hefur lengi barist fyrir neyslurýmum í borginni en Frú Ragnheiður, úrræði sem samtökin reka, nær eingöngu að sinna hluta af þjónustunni. Neyslurými bjóða upp á meiri möguleika að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnisstýru Frú Ragnheiðar. „Við ráðum í raun hversu mikið við leggjum í þetta. Á að vera félagsþjónusta á staðnum, læknisþjónusta, á að vera sálfræðingur á svæðinu og áfallamiðuð þjónusta? Við þurfum að skoða hver þörfin er mest hérna heima,“ segir Svala. Hún fagnar því að fimmtíu milljónir hafa verið samþykktar í verkefnið. „Það er fyrsta skrefið í að koma þessu af stað því það er gríðarlega mikil þörf á að við setjum þetta á laggirnar. Því það er mikið af fólki núna dags daglega að nota vímuefni í æð utandyra á Íslandi.“ Að sögn Svölu eru 500-550 manns sem nota vímuefni í æð og stór hluti þeirra er heimilislaus. Svala gerði þarfagreiningu meðal hópsins og spurði sérstaklega um neyslurými. „Þar kom mjög skýrt fram að þau vildu að úrræðið yrði sett upp í 101 Reykjavík, að það væri opið allan sólarhringinn og að boðið yrði upp á heilsbrigðisþjónustu á staðnum.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Stefnt er að opnun neyslurýmis og aðgengi að nálaskiptabúnaði fyrir fíkniefnaneytendur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019. Verkefnisstýra hjá Rauða krossinum fagnar stuðningi við skaðaminnkandi verkefni. Um 50 milljónir króna eru merktar í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót neyslurými í Reykjavík, þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Rauði krossinn hefur lengi barist fyrir neyslurýmum í borginni en Frú Ragnheiður, úrræði sem samtökin reka, nær eingöngu að sinna hluta af þjónustunni. Neyslurými bjóða upp á meiri möguleika að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnisstýru Frú Ragnheiðar. „Við ráðum í raun hversu mikið við leggjum í þetta. Á að vera félagsþjónusta á staðnum, læknisþjónusta, á að vera sálfræðingur á svæðinu og áfallamiðuð þjónusta? Við þurfum að skoða hver þörfin er mest hérna heima,“ segir Svala. Hún fagnar því að fimmtíu milljónir hafa verið samþykktar í verkefnið. „Það er fyrsta skrefið í að koma þessu af stað því það er gríðarlega mikil þörf á að við setjum þetta á laggirnar. Því það er mikið af fólki núna dags daglega að nota vímuefni í æð utandyra á Íslandi.“ Að sögn Svölu eru 500-550 manns sem nota vímuefni í æð og stór hluti þeirra er heimilislaus. Svala gerði þarfagreiningu meðal hópsins og spurði sérstaklega um neyslurými. „Þar kom mjög skýrt fram að þau vildu að úrræðið yrði sett upp í 101 Reykjavík, að það væri opið allan sólarhringinn og að boðið yrði upp á heilsbrigðisþjónustu á staðnum.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04
Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00
Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15