Orban sakar ESB um að ætla að senda málaliða til Ungverjalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2018 07:04 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Vísir/AP Ríkisstjórn Ungverjalands mun taka ákvörðun á mánudaginn um lagaleg skref sem ríkið mun taka varðandi Evrópusambandið. Evrópuþingið samþykkti í vikunni að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktor Orban gegn grunngildum sambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið. Orban sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann búist við mikilli umræðu um málið. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið innan ESB hvaða refsiaðgerðum verður beitt gegn Ungverjalandi. Þeir gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins en það þykir ólíklegt. Tveir þriðju þingamanna Evrópuþingsins þurftu að samþykkja tillöguna og kusu 448 með henni og 197 gegn. Þjóðarleitogar ESB munu ákveða hvaða aðgerða gripið verður til. Orban sagði einni í áðurnefndu viðtalið að stutt væri í kosningar á Evrópuþingið og að dagar núverandi þings væru taldir. Þá gagnrýndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa hvatt ríki Evrópu í gær til að tryggja Frontex, landamæraeftirliti Evrópu, völd til að stöðva ólöglega innflytjendur, samkvæmt áætlun framkvæmdaráðs ESB. „Þannig að áætlunin er að ef Ungverjaland getur ekki verið þvingað til að hleypa innflytjendum inn, þá verður að svipta landið réttinum til að vernda landamæri sín,“ sagði Orban. Hann sakaði sömuleiðis ESB um að ætla að senda málaliða inn í Ungverjaland svo þeir gætu tryggt að innflytjendum yrði hleypt þar inn, án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Orban hefur grafið verulega undan lýðræði í Ungverjalandi á undanförnum árum og hefur hann jafnvel verið sakaður um einræðistilburði. Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ríkisstjórn Ungverjalands mun taka ákvörðun á mánudaginn um lagaleg skref sem ríkið mun taka varðandi Evrópusambandið. Evrópuþingið samþykkti í vikunni að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktor Orban gegn grunngildum sambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið. Orban sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann búist við mikilli umræðu um málið. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið innan ESB hvaða refsiaðgerðum verður beitt gegn Ungverjalandi. Þeir gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins en það þykir ólíklegt. Tveir þriðju þingamanna Evrópuþingsins þurftu að samþykkja tillöguna og kusu 448 með henni og 197 gegn. Þjóðarleitogar ESB munu ákveða hvaða aðgerða gripið verður til. Orban sagði einni í áðurnefndu viðtalið að stutt væri í kosningar á Evrópuþingið og að dagar núverandi þings væru taldir. Þá gagnrýndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa hvatt ríki Evrópu í gær til að tryggja Frontex, landamæraeftirliti Evrópu, völd til að stöðva ólöglega innflytjendur, samkvæmt áætlun framkvæmdaráðs ESB. „Þannig að áætlunin er að ef Ungverjaland getur ekki verið þvingað til að hleypa innflytjendum inn, þá verður að svipta landið réttinum til að vernda landamæri sín,“ sagði Orban. Hann sakaði sömuleiðis ESB um að ætla að senda málaliða inn í Ungverjaland svo þeir gætu tryggt að innflytjendum yrði hleypt þar inn, án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Orban hefur grafið verulega undan lýðræði í Ungverjalandi á undanförnum árum og hefur hann jafnvel verið sakaður um einræðistilburði.
Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira