ESB lært af íslenska hruninu að mati Geirs Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 11:34 Geir H. Haarde ræddi við Bloomberg-fréttastofuna í gær. Vísir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Íslendingar hafi mögulega lagt of mikið traust á evrópskt regluverk í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008. Hann telur að áhættumati hafi verið ábótavant „á mörgum stigum“ og að margir geti horft til baka og viðurkennt að þeir hefðu mátt gera betur á misserunum fyrir fall bankanna. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Bloomberg fréttastofunnar við Geir, sem tekið var í gærkvöld. Þar ræddi hann um lærdóm Íslendinga af falli bankakerfisins fyrir hartnær áratug. Geir sagði að margt hafi breyst til hins betra á árunum sem liðin eru, þar með talið regluverk Evrópusambandsins um fjármálastarfsemi. Hann telur að sambandið hafi lært mikið af reynslu Íslendinga, þá ekki síst að verja skuli sparifjáreigendur í sambærilegum skakkaföllum. Íslensk stjórnvöld hafi veitt sparifjáreigendum forgang fram yfir aðra kröfuhafa eftir fall bankanna og telur Geir að Evrópusambandið horfi nú sambærilegra ráðstafana. Talið barst þá að Landsdómsmálinu, þar sem Geir var sakfelldur í einum ákærulið, og var hann spurður hvar hann teldi að ábyrgðin lægi þegar bankar væru keyrðir í þrot. Geir segir að réttast væri að draga stjórnendur bankanna sjálfra til ábyrgðar fyrir mistök sín og lögbrot - rétt eins og eigi við í tilfelli allar annarra sem brjóti af sér. Það hafi verið gert á Íslandi þar sem bankatopparnir hafi sætt fangelsisvist. Það sé þó undir dómskerfum ríkjanna að meta hvað skuli gera í hverju tilfelli fyrir sig. Íslenskt efnahagslíf hefur kólnað á síðustu vikum, sem hefur ekki síst birst í gengisfalli krónunnar og meðfylgjandi inngripi Seðlabanka Íslands. Geir var ekki tilbúinn að fallast á fullyrðingu spyrilsins um að þetta væri til marks um niðursveiflu eða að annað hrun væri handan við hornið. Það hafi lengi legið fyrir að gengi krónunnar hafi verið ofmetið, sem hafi gert útflutningsgreinunum erfitt fyrir. Íslendingar hafi á síðustu árum fjölgað undirstöðuatvinnugreinum sem auðveldar íslensku efnahagslífi að takast á við óvissu í einni útflutningsgrein. Það sé þó alltaf hætta á gengi lítilla, sjálfstæðra gjaldmiðla sveiflist eitthvað. Viðtal Bloomberg við Geir má sjá hér að neðan Efnahagsmál Evrópusambandið Hrunið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00 Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39 Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Íslendingar hafi mögulega lagt of mikið traust á evrópskt regluverk í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008. Hann telur að áhættumati hafi verið ábótavant „á mörgum stigum“ og að margir geti horft til baka og viðurkennt að þeir hefðu mátt gera betur á misserunum fyrir fall bankanna. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Bloomberg fréttastofunnar við Geir, sem tekið var í gærkvöld. Þar ræddi hann um lærdóm Íslendinga af falli bankakerfisins fyrir hartnær áratug. Geir sagði að margt hafi breyst til hins betra á árunum sem liðin eru, þar með talið regluverk Evrópusambandsins um fjármálastarfsemi. Hann telur að sambandið hafi lært mikið af reynslu Íslendinga, þá ekki síst að verja skuli sparifjáreigendur í sambærilegum skakkaföllum. Íslensk stjórnvöld hafi veitt sparifjáreigendum forgang fram yfir aðra kröfuhafa eftir fall bankanna og telur Geir að Evrópusambandið horfi nú sambærilegra ráðstafana. Talið barst þá að Landsdómsmálinu, þar sem Geir var sakfelldur í einum ákærulið, og var hann spurður hvar hann teldi að ábyrgðin lægi þegar bankar væru keyrðir í þrot. Geir segir að réttast væri að draga stjórnendur bankanna sjálfra til ábyrgðar fyrir mistök sín og lögbrot - rétt eins og eigi við í tilfelli allar annarra sem brjóti af sér. Það hafi verið gert á Íslandi þar sem bankatopparnir hafi sætt fangelsisvist. Það sé þó undir dómskerfum ríkjanna að meta hvað skuli gera í hverju tilfelli fyrir sig. Íslenskt efnahagslíf hefur kólnað á síðustu vikum, sem hefur ekki síst birst í gengisfalli krónunnar og meðfylgjandi inngripi Seðlabanka Íslands. Geir var ekki tilbúinn að fallast á fullyrðingu spyrilsins um að þetta væri til marks um niðursveiflu eða að annað hrun væri handan við hornið. Það hafi lengi legið fyrir að gengi krónunnar hafi verið ofmetið, sem hafi gert útflutningsgreinunum erfitt fyrir. Íslendingar hafi á síðustu árum fjölgað undirstöðuatvinnugreinum sem auðveldar íslensku efnahagslífi að takast á við óvissu í einni útflutningsgrein. Það sé þó alltaf hætta á gengi lítilla, sjálfstæðra gjaldmiðla sveiflist eitthvað. Viðtal Bloomberg við Geir má sjá hér að neðan
Efnahagsmál Evrópusambandið Hrunið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00 Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39 Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00
Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39
Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00