Fjórði hver lögreglumaður finnur ekki til öryggis Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2018 06:00 Lögreglumenn við umferðargæsla Einn af hverjum fjórum lögreglumönnum telur sig ekki vera öruggan í starfi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómsmálaráðherra. Snorri Magnússon, formaður Félags lögreglumanna, segir félagið hafa margoft bent á lausnir til að auka öryggi lögreglumanna. Markmið dómsmálaráðuneytisins er að níu af hverjum tíu lögreglumönnum telji sig örugga við skyldustörf. Niðurstaða skoðunar í fyrra sýni það hins vegar að aðeins 74 prósent lögreglumanna telji sig vera örugg í starfi. „Þetta er eitthvað sem þarf að bæta og hangir saman við það sem við höfum margoft sagt. Það þarf að fjölga lögreglumönnum. Við teljum það vera meginskýringuna á þessu,“ segir Snorri.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Snorri segist margoft hafa, bæði í ræðu og riti, gert stjórnvöldum grein fyrir því að þetta sé meginþáttur í að auka öryggi lögreglumanna. „Það er morgunljóst að öryggi er ekki mikið þegar þú þarft kannski að bíða klukkustundum saman eftir aðstoð. Það getur svo sannarlega gerst í dreifðum byggðum landsins. Það er vinnuumhverfi sem er afar erfitt fyrir lögreglumenn,“ bætir Snorri við. Árið 2012 kannaði lögreglan sjálf öryggi starfsmanna sinna og segir Snorri að svipaðar tölur hafi komið út úr þeirri rannsókn. „Það hefur lítið breyst í þessum efnum enda hefur mönnun lögreglunnar ekkert skánað á öllum þessum tíma. Hins vegar hefur verkefnum okkar fjölgað svo um munar á sama tíma. Við höfum talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda lengi og virðist engu skipta hverjir eru við stjórnvölinn í þeim efnum,“ segir formaður Landssambands lögreglumanna að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Einn af hverjum fjórum lögreglumönnum telur sig ekki vera öruggan í starfi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómsmálaráðherra. Snorri Magnússon, formaður Félags lögreglumanna, segir félagið hafa margoft bent á lausnir til að auka öryggi lögreglumanna. Markmið dómsmálaráðuneytisins er að níu af hverjum tíu lögreglumönnum telji sig örugga við skyldustörf. Niðurstaða skoðunar í fyrra sýni það hins vegar að aðeins 74 prósent lögreglumanna telji sig vera örugg í starfi. „Þetta er eitthvað sem þarf að bæta og hangir saman við það sem við höfum margoft sagt. Það þarf að fjölga lögreglumönnum. Við teljum það vera meginskýringuna á þessu,“ segir Snorri.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Snorri segist margoft hafa, bæði í ræðu og riti, gert stjórnvöldum grein fyrir því að þetta sé meginþáttur í að auka öryggi lögreglumanna. „Það er morgunljóst að öryggi er ekki mikið þegar þú þarft kannski að bíða klukkustundum saman eftir aðstoð. Það getur svo sannarlega gerst í dreifðum byggðum landsins. Það er vinnuumhverfi sem er afar erfitt fyrir lögreglumenn,“ bætir Snorri við. Árið 2012 kannaði lögreglan sjálf öryggi starfsmanna sinna og segir Snorri að svipaðar tölur hafi komið út úr þeirri rannsókn. „Það hefur lítið breyst í þessum efnum enda hefur mönnun lögreglunnar ekkert skánað á öllum þessum tíma. Hins vegar hefur verkefnum okkar fjölgað svo um munar á sama tíma. Við höfum talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda lengi og virðist engu skipta hverjir eru við stjórnvölinn í þeim efnum,“ segir formaður Landssambands lögreglumanna að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30
Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30
Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24