Krefjast endurskoðunar á skerðingum Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2018 06:00 Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Fréttablaðið/Pjetur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00