Enn hlutir á svæðinu sem gætu verið verðmæti í augum einhverra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2018 19:45 Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52