Enn hlutir á svæðinu sem gætu verið verðmæti í augum einhverra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2018 19:45 Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52