Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 19:16 Hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar við Lækjargötu. Vísir/Pjetur Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var í síðustu viku að Þórður ætti að taka tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni eftir að Bjarna Má Júlíussyni hafði verið sagt upp störfum vegna óeðlilegrar hegðunar í garð undirmanna.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því kvöld að stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið tilkynnt seint á föstudag að Þórður væri sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Var ákveðið í framhaldinu að Þórður færi í leyfi frá störfum og var stjórn Orku náttúrunnar tilkynnt um það, en Þórður var áður forstöðumaður hjá ON. Sagði fréttastofa RÚV frá því að ásakanir um kynferðisbrot tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og eiga brotin að hafa átt sér stað áður en hann hóf þar störf. Fréttastofa RÚV ræddi við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði Þórð í leyfi frá störfum og framhaldið óvíst vegna þessara ásakana. Tók Eiríkur fram að ekki lægju fyrir neinar kvartanir frá starfsfólki vegna Þórðar. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, tilkynnti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld að hann hafi óskað eftir því við stjórnarformann OR að stíga tímabundið til hliðar á meðan mál innan Orkuveitu Reykjavíkur verða könnuð nánar. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var í síðustu viku að Þórður ætti að taka tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni eftir að Bjarna Má Júlíussyni hafði verið sagt upp störfum vegna óeðlilegrar hegðunar í garð undirmanna.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því kvöld að stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið tilkynnt seint á föstudag að Þórður væri sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Var ákveðið í framhaldinu að Þórður færi í leyfi frá störfum og var stjórn Orku náttúrunnar tilkynnt um það, en Þórður var áður forstöðumaður hjá ON. Sagði fréttastofa RÚV frá því að ásakanir um kynferðisbrot tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og eiga brotin að hafa átt sér stað áður en hann hóf þar störf. Fréttastofa RÚV ræddi við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem sagði Þórð í leyfi frá störfum og framhaldið óvíst vegna þessara ásakana. Tók Eiríkur fram að ekki lægju fyrir neinar kvartanir frá starfsfólki vegna Þórðar. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, tilkynnti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld að hann hafi óskað eftir því við stjórnarformann OR að stíga tímabundið til hliðar á meðan mál innan Orkuveitu Reykjavíkur verða könnuð nánar.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44 Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. 17. september 2018 17:44
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir ótímabært að lýsa yfir trausti til forstjóra OR Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir stuðningsyfirlýsingu stjórnarformanns við forstjóra OR ótímabæra og skoða þurfi málið ofan í kjölinn. Engin yfirlýsing liggur fyrir frá stjórninni. 14. september 2018 21:24
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19