„Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2018 21:00 Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf. Sjúkraliðanám er kennt á framhaldsskólastigi og gætu sjúkraliðar því ekki nýtt sér hina nýju námsleið sem Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á haustið 2019. Aðeins verður boðið upp á námið ef fjárveiting fæst en það gæfi þeim, sem þegar hafa háskólapróf í öðrum greinum, kost á að ljúka námi í hjúkrunarfræðum á skemmri tíma en ella. Það yrði kennt á vor-, sumar- og haustmisseri og hugsanlega yrðu nemendur að verja við það lengri tíma til að uppfylla kröfur um klínískt nám að því er fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar í gær. Að öðru leyti muni frekari upplýsingar um námið ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands kveðst undrandi yfir því að reynt sé að höfða til markhóps með bakgrunn úr greinum utan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins, ef að það á að fara að gjaldfella hjúkrunarfræðinámið með þessum hætti. Ég sé ekki alveg að það geti gengið upp að geta boðið háskólamenntuðum einstaklingi styttra nám í hjúkrun en ella,” segir Sandra. „Það er miklu vænlegra til árangurs að horfa til sjúkraliða og reyna að greiða þeim þá frekari leið inn í hjúkrunarfræðina ef að það á að horfa til þess að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum.” Frekar en að leita til annarra markhópa væri eðlilegra að mati Söndru að hlúa betur að þeim sem þegar starfi í greininni, ekki síður í ljósi þess að þegar starfi margir menntaðir hjúkrunarfræðingar á öðrum vettvangi en við hjúkrun. „Horfa til þess að reyna að skapa þessum heilbrigðisstéttum, sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, betri starfsskilyrði og betra vinnuumhverfi. Til dæmis með styttri vinnuviku eða betri skilyrðum þannig að álagið á þessum starfsstréttum sé viðunandi. Það er flótti út úr stéttinni vegna þess að álagið hefur reynst of mikið,” segir Sandra. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf. Sjúkraliðanám er kennt á framhaldsskólastigi og gætu sjúkraliðar því ekki nýtt sér hina nýju námsleið sem Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á haustið 2019. Aðeins verður boðið upp á námið ef fjárveiting fæst en það gæfi þeim, sem þegar hafa háskólapróf í öðrum greinum, kost á að ljúka námi í hjúkrunarfræðum á skemmri tíma en ella. Það yrði kennt á vor-, sumar- og haustmisseri og hugsanlega yrðu nemendur að verja við það lengri tíma til að uppfylla kröfur um klínískt nám að því er fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar í gær. Að öðru leyti muni frekari upplýsingar um námið ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands kveðst undrandi yfir því að reynt sé að höfða til markhóps með bakgrunn úr greinum utan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins, ef að það á að fara að gjaldfella hjúkrunarfræðinámið með þessum hætti. Ég sé ekki alveg að það geti gengið upp að geta boðið háskólamenntuðum einstaklingi styttra nám í hjúkrun en ella,” segir Sandra. „Það er miklu vænlegra til árangurs að horfa til sjúkraliða og reyna að greiða þeim þá frekari leið inn í hjúkrunarfræðina ef að það á að horfa til þess að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum.” Frekar en að leita til annarra markhópa væri eðlilegra að mati Söndru að hlúa betur að þeim sem þegar starfi í greininni, ekki síður í ljósi þess að þegar starfi margir menntaðir hjúkrunarfræðingar á öðrum vettvangi en við hjúkrun. „Horfa til þess að reyna að skapa þessum heilbrigðisstéttum, sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, betri starfsskilyrði og betra vinnuumhverfi. Til dæmis með styttri vinnuviku eða betri skilyrðum þannig að álagið á þessum starfsstréttum sé viðunandi. Það er flótti út úr stéttinni vegna þess að álagið hefur reynst of mikið,” segir Sandra.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira