„Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2018 21:00 Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf. Sjúkraliðanám er kennt á framhaldsskólastigi og gætu sjúkraliðar því ekki nýtt sér hina nýju námsleið sem Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á haustið 2019. Aðeins verður boðið upp á námið ef fjárveiting fæst en það gæfi þeim, sem þegar hafa háskólapróf í öðrum greinum, kost á að ljúka námi í hjúkrunarfræðum á skemmri tíma en ella. Það yrði kennt á vor-, sumar- og haustmisseri og hugsanlega yrðu nemendur að verja við það lengri tíma til að uppfylla kröfur um klínískt nám að því er fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar í gær. Að öðru leyti muni frekari upplýsingar um námið ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands kveðst undrandi yfir því að reynt sé að höfða til markhóps með bakgrunn úr greinum utan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins, ef að það á að fara að gjaldfella hjúkrunarfræðinámið með þessum hætti. Ég sé ekki alveg að það geti gengið upp að geta boðið háskólamenntuðum einstaklingi styttra nám í hjúkrun en ella,” segir Sandra. „Það er miklu vænlegra til árangurs að horfa til sjúkraliða og reyna að greiða þeim þá frekari leið inn í hjúkrunarfræðina ef að það á að horfa til þess að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum.” Frekar en að leita til annarra markhópa væri eðlilegra að mati Söndru að hlúa betur að þeim sem þegar starfi í greininni, ekki síður í ljósi þess að þegar starfi margir menntaðir hjúkrunarfræðingar á öðrum vettvangi en við hjúkrun. „Horfa til þess að reyna að skapa þessum heilbrigðisstéttum, sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, betri starfsskilyrði og betra vinnuumhverfi. Til dæmis með styttri vinnuviku eða betri skilyrðum þannig að álagið á þessum starfsstréttum sé viðunandi. Það er flótti út úr stéttinni vegna þess að álagið hefur reynst of mikið,” segir Sandra. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf. Sjúkraliðanám er kennt á framhaldsskólastigi og gætu sjúkraliðar því ekki nýtt sér hina nýju námsleið sem Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á haustið 2019. Aðeins verður boðið upp á námið ef fjárveiting fæst en það gæfi þeim, sem þegar hafa háskólapróf í öðrum greinum, kost á að ljúka námi í hjúkrunarfræðum á skemmri tíma en ella. Það yrði kennt á vor-, sumar- og haustmisseri og hugsanlega yrðu nemendur að verja við það lengri tíma til að uppfylla kröfur um klínískt nám að því er fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar í gær. Að öðru leyti muni frekari upplýsingar um námið ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands kveðst undrandi yfir því að reynt sé að höfða til markhóps með bakgrunn úr greinum utan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins, ef að það á að fara að gjaldfella hjúkrunarfræðinámið með þessum hætti. Ég sé ekki alveg að það geti gengið upp að geta boðið háskólamenntuðum einstaklingi styttra nám í hjúkrun en ella,” segir Sandra. „Það er miklu vænlegra til árangurs að horfa til sjúkraliða og reyna að greiða þeim þá frekari leið inn í hjúkrunarfræðina ef að það á að horfa til þess að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum.” Frekar en að leita til annarra markhópa væri eðlilegra að mati Söndru að hlúa betur að þeim sem þegar starfi í greininni, ekki síður í ljósi þess að þegar starfi margir menntaðir hjúkrunarfræðingar á öðrum vettvangi en við hjúkrun. „Horfa til þess að reyna að skapa þessum heilbrigðisstéttum, sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, betri starfsskilyrði og betra vinnuumhverfi. Til dæmis með styttri vinnuviku eða betri skilyrðum þannig að álagið á þessum starfsstréttum sé viðunandi. Það er flótti út úr stéttinni vegna þess að álagið hefur reynst of mikið,” segir Sandra.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent