Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 18:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort að nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu verði áfrýjað. Svandís fundaði með ríkislögmanni nú síðdegis vegna málsins. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Heyrði ýmis sjónarmið, með og á móti Svandís segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir niðurstöðu dómsins. „Ég hef enn ekki tekið afstöðu til áfrýjunar en heyrði ýmis sjónarmið, bæði með og á móti, þannig að ég þarf að taka mér einhvern tíma til að meta þetta mál,“ segir Svandís og gerir ráð fyrir að niðurstaða varðandi áfrýjun muni liggja fyrir á næstu dögum. „Það er mikilvægt og gott að það sé komin botn í þetta mál. Við sjáum með þessum dómi að þetta fyrirkomulag sem hefur verið er ótækt af svo mörgum ástæðum. Bæði þessi gerð af samningum, framkvæmd þeirra og svo sjáum við að tilraunir þriggja ráðherra á samningstímanum til að stýra samningnum virðast hafa verið byggðar á sandi. Það er í raun það sem dómurinn fjallar um.“Þurfa að ræða vernig skuli bregðast við dómnum Svandís segir að bæði Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið þurfi nú að ræða saman um hvernig skuli bregðast við dómnum. Samningurinn renni út um næstu áramót og þurfi að ná saman um annað fyrirkomulag. „Núverandi fyrirkomulag virkar ekki eins og fram kemur í dómnum. Það þarf að ná betur utan um íslenskt heilbrigðiskerfi og ekki síst þennan þátt sem lýtur að kaupum ríkissins á heilbrigðisþjónustu og að það sé í einhverju samræmi við þarfagreiningu og faglegt mat á hverjum tíma. En um leið þarf það að taka mið af fjárlögum. Öll þessi sjónarmið þurfa að vera undir í nýju kerfi,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort að nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu verði áfrýjað. Svandís fundaði með ríkislögmanni nú síðdegis vegna málsins. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Heyrði ýmis sjónarmið, með og á móti Svandís segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir niðurstöðu dómsins. „Ég hef enn ekki tekið afstöðu til áfrýjunar en heyrði ýmis sjónarmið, bæði með og á móti, þannig að ég þarf að taka mér einhvern tíma til að meta þetta mál,“ segir Svandís og gerir ráð fyrir að niðurstaða varðandi áfrýjun muni liggja fyrir á næstu dögum. „Það er mikilvægt og gott að það sé komin botn í þetta mál. Við sjáum með þessum dómi að þetta fyrirkomulag sem hefur verið er ótækt af svo mörgum ástæðum. Bæði þessi gerð af samningum, framkvæmd þeirra og svo sjáum við að tilraunir þriggja ráðherra á samningstímanum til að stýra samningnum virðast hafa verið byggðar á sandi. Það er í raun það sem dómurinn fjallar um.“Þurfa að ræða vernig skuli bregðast við dómnum Svandís segir að bæði Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið þurfi nú að ræða saman um hvernig skuli bregðast við dómnum. Samningurinn renni út um næstu áramót og þurfi að ná saman um annað fyrirkomulag. „Núverandi fyrirkomulag virkar ekki eins og fram kemur í dómnum. Það þarf að ná betur utan um íslenskt heilbrigðiskerfi og ekki síst þennan þátt sem lýtur að kaupum ríkissins á heilbrigðisþjónustu og að það sé í einhverju samræmi við þarfagreiningu og faglegt mat á hverjum tíma. En um leið þarf það að taka mið af fjárlögum. Öll þessi sjónarmið þurfa að vera undir í nýju kerfi,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00