Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 10:08 Frá vettvangi slyssins í Steinsholtsá í gær. Vísir Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn. Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Sjá meira
Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn.
Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30