Hvorki áberandi né kerfisbundið að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2018 12:17 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30
Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00