Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2018 18:30 Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira