Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2018 18:30 Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira