Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. september 2018 14:00 Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli í heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Fyrirkomulagið er með þessum hætti þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis er hins vegar tilkynnt um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.Frá Blóðbankanum.Fyrirkomulagið hérlendis er reglulega gagnrýnt og segir heilbrigðisráðherra mögulegar breytingar til skoðunar í ráðuneytinu. „Ég er að láta skoða það mál og ekki síst í ljósi þess að það urðu breytingar í Danmörku nú á dögunum. Ég hef verið að láta skoða þetta mál alveg frá því að ég tók við embætti, eða mjög snemma á þessu ári," segir Svandís Svavarsdóttir Hún segir niðurstöðu væntanlega í málið. „Ég vænti þess að við sjáum til lands í þessu og að það fæðist einhver ákvörðun á næstu vikum og mánuðum í þeim efnum. Ég er að skoða þetta bæði í samstarfi við sóttvarnarlækni og Blóðbankann," segir Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli í heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Fyrirkomulagið er með þessum hætti þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis er hins vegar tilkynnt um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.Frá Blóðbankanum.Fyrirkomulagið hérlendis er reglulega gagnrýnt og segir heilbrigðisráðherra mögulegar breytingar til skoðunar í ráðuneytinu. „Ég er að láta skoða það mál og ekki síst í ljósi þess að það urðu breytingar í Danmörku nú á dögunum. Ég hef verið að láta skoða þetta mál alveg frá því að ég tók við embætti, eða mjög snemma á þessu ári," segir Svandís Svavarsdóttir Hún segir niðurstöðu væntanlega í málið. „Ég vænti þess að við sjáum til lands í þessu og að það fæðist einhver ákvörðun á næstu vikum og mánuðum í þeim efnum. Ég er að skoða þetta bæði í samstarfi við sóttvarnarlækni og Blóðbankann," segir Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00