Að bjarga Líf(um) – Opið bréf til borgarfulltrúa VG Kári Stefánsson skrifar 4. september 2018 07:00 Ágæta Líf, pólitísk átök í okkar heimi hafa gjarnan staðið um rétt einstaklingsins í samfélaginu annars vegar og skyldur hans hins vegar; til dæmis, hversu mikið á hann að greiða í opinber gjöld og hvað á hann að fá í staðinn? Önnur deilumál sem skjóta upp kollinum reglulega eru hvernig eigi að taka á því þegar réttur einstaklingsins stangast á við þarfir samfélagsins eða þegar réttur einstaklings stangast á við rétt annarra einstaklinga. Félagshyggjufólkið, þeir sem eru til vinstri í pólitík, sósíalistarnir hafa til þessa haldið því fram að réttur einstaklingsins eigi oft að víkja fyrir þörfum samfélagsins og frjálshyggjufólkið, íhaldspakkið verið á þeirri skoðun að réttur einstaklingsins sé sá sem oftast eigi að vinna. Þetta er dálítið flókið í dag vegna þess að það er svo erfitt að draga fólk í dilka. Þetta var allt miklu einfaldara á kaldastríðsárunum, biti framan vinstra og maðurinn var kommi, sneitt aftan hægra og maðurinn var íhald og maður vissi upp á hár hvaða afstöðu þeir tóku til alls konar mála. Ekkert er svona einfalt í dag og það örlar á söknuði. Eitt nýlegt deilumál í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir ljóslega fram á að það sé búið að moka að hluta til ofan í gjána sem skildi að pólitísku blokkirnar stóru eða í það minnsta leggja yfir hana göngubrú. Málið er svona: Mislingar eru alvarlegur veirusjúkdómur barna sem getur meðal annars leitt til banvænnar bakteríusýkingar í lungum eða bólgumyndunar í hvítaefni heilans og varanlegs heilaskaða. Mislingum var haldið í skefjum í vestrænum heimi um áratugi með bólusetningum þótt það hafi ekki gengið eins vel alls staðar í þriðja heiminum. Upp á síðkastið hefur gengið verr en áður að fá foreldra til þess að láta bólusetja börn sín við mislingum og sjúkdómurinn hefur sprottið upp víða um lönd og valdið dauða barna. Eina leiðin til þess að stemma stigu við þessu er að brýna foreldra til bólusetningar barna sinna. Hildur Björnsdóttir, sem situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og á sjálf ung börn, lagði til um daginn að það yrði gert að skilyrði fyrir því að börn yrðu tekin inn í leikskóla borgarinnar að það væri búið að bólusetja þau fyrir mislingum. Þetta er aðferð sem ég þekki frá tuttugu ára dvöl minni í Bandaríkjunum þar sem við urðum að framvísa bólusetningavottorði á hverju hausti þegar börnin byrjuðu í skóla. En þú, Líf Magneudóttir, sósíalistinn sjálfur gast ekki tekið undir tillöguna, fannst hún harkaleg og vega að rétti foreldra til þess ákvarða um örlög barna sinna. Þessi réttur foreldra til þess að láta ekki bólusetja börn sín fyrir mislingum er í raun rétturinn til þess að meiða börn annarra ef svo óheppilega vill til að sjúkdómurinn blossi upp en ef ekki þá rétturinn til þess að setja börn annarra í hættu. Það ber öllum saman um að við þurfum að verja börnin okkar gegn mislingum með bólusetningum en það er ekki ljóst hversu stóran hundraðshluta þarf að bólusetja til þess að halda sjúkdómnum niðri. Í því samhengi er rétturinn til þess að láta ekki bólusetja barnið þitt fyrir mislingum rétturinn til þess að krefjast þess að önnur börn en þín sjái um að verja hópinn og þar með þín börn gegn sjúkdómnum. Einn af sérfæðingum mínum í blessun sósíalismans benti mér á að þótt foreldrar sem vilja ekki láta bólusetja börn sín séu að taka rangar ákvarðanir megi ekki láta það bitna á börnum þeirra. Mitt svar við því er að það er enn verra að láta það bitna á börnum annarra. Líf, það er í algjöru ósamræmi við grundvallarprinsip sósíalismans að leggjast gegn tillögu Hildar sem miðast við að einstaklingarnir færi lágmarksfórn til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Hvernig stendur á því að þú lagðir ekki sjálf fram þessa tillögu heldur kona úr röðum íhaldsins svarta? Þetta ruglar mig í ríminu og veldur mér áhyggjum og mér er ekki ljóst hvort ég ætti að taka bílveikitöflu eða það ætti að senda þig upp í sveit til endurmenntunar í stíl Maós. En hitt veit ég fyrir víst að ég held áfram að hrífast af því hvernig Hildur reynir að hlúa fallega að þeim minnstu í því samfélagi sem hún býr í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ágæta Líf, pólitísk átök í okkar heimi hafa gjarnan staðið um rétt einstaklingsins í samfélaginu annars vegar og skyldur hans hins vegar; til dæmis, hversu mikið á hann að greiða í opinber gjöld og hvað á hann að fá í staðinn? Önnur deilumál sem skjóta upp kollinum reglulega eru hvernig eigi að taka á því þegar réttur einstaklingsins stangast á við þarfir samfélagsins eða þegar réttur einstaklings stangast á við rétt annarra einstaklinga. Félagshyggjufólkið, þeir sem eru til vinstri í pólitík, sósíalistarnir hafa til þessa haldið því fram að réttur einstaklingsins eigi oft að víkja fyrir þörfum samfélagsins og frjálshyggjufólkið, íhaldspakkið verið á þeirri skoðun að réttur einstaklingsins sé sá sem oftast eigi að vinna. Þetta er dálítið flókið í dag vegna þess að það er svo erfitt að draga fólk í dilka. Þetta var allt miklu einfaldara á kaldastríðsárunum, biti framan vinstra og maðurinn var kommi, sneitt aftan hægra og maðurinn var íhald og maður vissi upp á hár hvaða afstöðu þeir tóku til alls konar mála. Ekkert er svona einfalt í dag og það örlar á söknuði. Eitt nýlegt deilumál í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir ljóslega fram á að það sé búið að moka að hluta til ofan í gjána sem skildi að pólitísku blokkirnar stóru eða í það minnsta leggja yfir hana göngubrú. Málið er svona: Mislingar eru alvarlegur veirusjúkdómur barna sem getur meðal annars leitt til banvænnar bakteríusýkingar í lungum eða bólgumyndunar í hvítaefni heilans og varanlegs heilaskaða. Mislingum var haldið í skefjum í vestrænum heimi um áratugi með bólusetningum þótt það hafi ekki gengið eins vel alls staðar í þriðja heiminum. Upp á síðkastið hefur gengið verr en áður að fá foreldra til þess að láta bólusetja börn sín við mislingum og sjúkdómurinn hefur sprottið upp víða um lönd og valdið dauða barna. Eina leiðin til þess að stemma stigu við þessu er að brýna foreldra til bólusetningar barna sinna. Hildur Björnsdóttir, sem situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og á sjálf ung börn, lagði til um daginn að það yrði gert að skilyrði fyrir því að börn yrðu tekin inn í leikskóla borgarinnar að það væri búið að bólusetja þau fyrir mislingum. Þetta er aðferð sem ég þekki frá tuttugu ára dvöl minni í Bandaríkjunum þar sem við urðum að framvísa bólusetningavottorði á hverju hausti þegar börnin byrjuðu í skóla. En þú, Líf Magneudóttir, sósíalistinn sjálfur gast ekki tekið undir tillöguna, fannst hún harkaleg og vega að rétti foreldra til þess ákvarða um örlög barna sinna. Þessi réttur foreldra til þess að láta ekki bólusetja börn sín fyrir mislingum er í raun rétturinn til þess að meiða börn annarra ef svo óheppilega vill til að sjúkdómurinn blossi upp en ef ekki þá rétturinn til þess að setja börn annarra í hættu. Það ber öllum saman um að við þurfum að verja börnin okkar gegn mislingum með bólusetningum en það er ekki ljóst hversu stóran hundraðshluta þarf að bólusetja til þess að halda sjúkdómnum niðri. Í því samhengi er rétturinn til þess að láta ekki bólusetja barnið þitt fyrir mislingum rétturinn til þess að krefjast þess að önnur börn en þín sjái um að verja hópinn og þar með þín börn gegn sjúkdómnum. Einn af sérfæðingum mínum í blessun sósíalismans benti mér á að þótt foreldrar sem vilja ekki láta bólusetja börn sín séu að taka rangar ákvarðanir megi ekki láta það bitna á börnum þeirra. Mitt svar við því er að það er enn verra að láta það bitna á börnum annarra. Líf, það er í algjöru ósamræmi við grundvallarprinsip sósíalismans að leggjast gegn tillögu Hildar sem miðast við að einstaklingarnir færi lágmarksfórn til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Hvernig stendur á því að þú lagðir ekki sjálf fram þessa tillögu heldur kona úr röðum íhaldsins svarta? Þetta ruglar mig í ríminu og veldur mér áhyggjum og mér er ekki ljóst hvort ég ætti að taka bílveikitöflu eða það ætti að senda þig upp í sveit til endurmenntunar í stíl Maós. En hitt veit ég fyrir víst að ég held áfram að hrífast af því hvernig Hildur reynir að hlúa fallega að þeim minnstu í því samfélagi sem hún býr í.
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun