Geta ekki látið milljónir flóttamanna hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 21:12 Frá skóla UNRWA nærri Jerúsalem. Hundruð þúsunda nemenda sækja skóla sem stofnunin rekur fyrir palestínska flóttamenn. Vísir/EPA Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn. Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn.
Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10