Geta ekki látið milljónir flóttamanna hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 21:12 Frá skóla UNRWA nærri Jerúsalem. Hundruð þúsunda nemenda sækja skóla sem stofnunin rekur fyrir palestínska flóttamenn. Vísir/EPA Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn. Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn.
Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10