Auðvelt að komast úr landi þrátt fyrir farbann en staðsetningarbúnaður of dýr Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 4. september 2018 12:25 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að. Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að.
Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47
Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14
Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56