Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. fréttablaðið/auðunn Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15