Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2018 08:18 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00