Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 13:30 Elon Musk hefur átt strembið ár. Vísir/Getty Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. Í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed endurtók hann ásakanirnar og hvatti blaðamanninn til að rannsaka fortíð kafarans. Vakti það mikla athygli fyrr í sumar þegar Musk kallaði Unsworth barnaperra, eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi Musk og aðkomu hans að björgun knattspyrnuliðsins, en Musk lét útbúa kafbát sem var þó ekki notaður við björgunaraðgerðir. Var Musk harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Unsworth og baðst að lokum afsökunar á þeim, eftir að Unsworth hafði hótað honum lögsókn. Í síðustu viku tók Musk hins vegar þráðinn upp að nýju og ýjaði enn að því að Unsworth væri barnaníðingur. Sagði Unsworth eftir það að tekið yrði á málinu.Vern Unsworth er breskur hellakafari og verðbréfamiðlari. Hann hefur verið búsettur í Tælandi um árabil.Vísir/EPAHvatti blaðamanninn til að hætta að „verja barnanauðgara“ Af þessu tilefni hafði blaðamaður Buzzfeed samband við Musk til þess að athuga hvort hann óttaðist lögsókn vegna ummæla sinna á Twitter, í ljósi þess að Unsworth hafði hótað lögsókn vegna fyrri ummæla Musk. Svaraði Musk um hæl og endurtók þá árásir sínar á Unsworth. Svo virðist sem að hann hafi haldið að efni tölvupósta hans til blaðamannsins yrði trúnaðarmál en í umfjöllun Buzzfeed kemur fram að blaðamaðurinn hafi aldrei samþykkt slíka kröfu og því líti vefmiðillinn á að efni tölvupóstanna hafi ekki verið trúnaðarmál. „Ég legg til að þú hringir í fólk sem þú þekkir í Taílandi og komist að því hvað sé nákvæmlega í gangi og hættir að verja barnanauðgara, helvítis fíflið þitt,“ skrifaði Musk í fyrsta tölvupóstinum til blaðamannsins áður en hann sagði að Unsworth hefði flutt til Taílands til þess að giftast tólf ára gamalli taílenskri stúlku.Sjá einnig:Musk segist hafa átt erfitt ár „Hvað varðar þessa hótanir um lögsókn, sem hurfu skyndilega þegar ég minntist á þetta, þá vona ég að hann lögsæki mig“, skrifaði Musk. Í frétt Buzzfeed segir að ekki sé vitað hvaðan Musk hafi þær uppýsingar sem staðhæfingar hans um fortíð Unsworth byggi á, né hvort hann búi yfir sönnunargögnum til þess að sýna fram á sannleiksgildi þeirra. Þá segir einnig í frétt Buzzfeed að rannsókn vefmiðilsins á fortíð Unsworth hafi ekki leitt neitt í ljós sem rennt geti stoðum undir fullyrðingar Musk.Frétt Buzzfeed má lesa í heild sinni hér. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. Í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed endurtók hann ásakanirnar og hvatti blaðamanninn til að rannsaka fortíð kafarans. Vakti það mikla athygli fyrr í sumar þegar Musk kallaði Unsworth barnaperra, eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi Musk og aðkomu hans að björgun knattspyrnuliðsins, en Musk lét útbúa kafbát sem var þó ekki notaður við björgunaraðgerðir. Var Musk harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Unsworth og baðst að lokum afsökunar á þeim, eftir að Unsworth hafði hótað honum lögsókn. Í síðustu viku tók Musk hins vegar þráðinn upp að nýju og ýjaði enn að því að Unsworth væri barnaníðingur. Sagði Unsworth eftir það að tekið yrði á málinu.Vern Unsworth er breskur hellakafari og verðbréfamiðlari. Hann hefur verið búsettur í Tælandi um árabil.Vísir/EPAHvatti blaðamanninn til að hætta að „verja barnanauðgara“ Af þessu tilefni hafði blaðamaður Buzzfeed samband við Musk til þess að athuga hvort hann óttaðist lögsókn vegna ummæla sinna á Twitter, í ljósi þess að Unsworth hafði hótað lögsókn vegna fyrri ummæla Musk. Svaraði Musk um hæl og endurtók þá árásir sínar á Unsworth. Svo virðist sem að hann hafi haldið að efni tölvupósta hans til blaðamannsins yrði trúnaðarmál en í umfjöllun Buzzfeed kemur fram að blaðamaðurinn hafi aldrei samþykkt slíka kröfu og því líti vefmiðillinn á að efni tölvupóstanna hafi ekki verið trúnaðarmál. „Ég legg til að þú hringir í fólk sem þú þekkir í Taílandi og komist að því hvað sé nákvæmlega í gangi og hættir að verja barnanauðgara, helvítis fíflið þitt,“ skrifaði Musk í fyrsta tölvupóstinum til blaðamannsins áður en hann sagði að Unsworth hefði flutt til Taílands til þess að giftast tólf ára gamalli taílenskri stúlku.Sjá einnig:Musk segist hafa átt erfitt ár „Hvað varðar þessa hótanir um lögsókn, sem hurfu skyndilega þegar ég minntist á þetta, þá vona ég að hann lögsæki mig“, skrifaði Musk. Í frétt Buzzfeed segir að ekki sé vitað hvaðan Musk hafi þær uppýsingar sem staðhæfingar hans um fortíð Unsworth byggi á, né hvort hann búi yfir sönnunargögnum til þess að sýna fram á sannleiksgildi þeirra. Þá segir einnig í frétt Buzzfeed að rannsókn vefmiðilsins á fortíð Unsworth hafi ekki leitt neitt í ljós sem rennt geti stoðum undir fullyrðingar Musk.Frétt Buzzfeed má lesa í heild sinni hér.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00
Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54