Theódóra segir hækkanir á greiðslum vegna nefndasetu í Kópavogi galnar Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 11:40 Hér má sjá Theódóru og Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum samherja í bæjarstjórn Kópavogs. Fréttablaðið/Eyþór Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30