Theódóra segir hækkanir á greiðslum vegna nefndasetu í Kópavogi galnar Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 11:40 Hér má sjá Theódóru og Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum samherja í bæjarstjórn Kópavogs. Fréttablaðið/Eyþór Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30