Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. september 2018 09:00 Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. Fréttablaðið/AFP Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðningsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknishendur eftir að maður, sem lögregluyfirvöld lýsa sem andlega vanheilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðaðgerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum í að minnsta kosti viku. Brasilíumenn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bolsonaro komi til með að hafa meiriháttar áhrif á kosningabaráttuna og endanleg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undanfarið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaembættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Valente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Herforingjar funda á fimmtudag um næstu skref Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sjá meira
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðningsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknishendur eftir að maður, sem lögregluyfirvöld lýsa sem andlega vanheilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðaðgerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum í að minnsta kosti viku. Brasilíumenn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bolsonaro komi til með að hafa meiriháttar áhrif á kosningabaráttuna og endanleg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undanfarið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaembættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Valente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Herforingjar funda á fimmtudag um næstu skref Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15