Reiða fólkið á meðal okkar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun