Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 12:30 Alla jafna er 21 lögreglumaður á vakt á Vesturlandi. Þeim þurfi að fjölga ef tryggja eigi lágmarksmönnun að sögn yfirlögregluþjóns. VÍSIR/PJETUR Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00