Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 12:30 Alla jafna er 21 lögreglumaður á vakt á Vesturlandi. Þeim þurfi að fjölga ef tryggja eigi lágmarksmönnun að sögn yfirlögregluþjóns. VÍSIR/PJETUR Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00