Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 18:07 Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Vísir/Vilhelm Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira